Glæsileg raðhús á frábærum stað í nýju hverfi í Þorlákshöfn

Þurárhraun 1-3-5

Nýtt og glæsilegt fjögurra herbergja, staðsteypt raðhús á einni hæð í 30 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Húsið afhendist fullbúið að innan og utan. Í húsinu eru þrjú rúmgóð svefnherbergi, tvö baðherbergi, þvottahús, innangengt í gegnum bílskúr, rúmgóð stofa, eldhús og borðstofa í opnu rými með góðri lofthæð.

Í lengjunni eru þrjú hús, klædd með fallegri bronsaðri álbáru og gegnheilum bambus*. Einhalla þak er á húsinu og allt að 3,7m lofthæð í stofu.

Smelltu hér til að skrá þig á forsölulista og hér til lesa nánari lýsingu á húsunum.

Húsið er í byggingu og verður afhent fullbúið eða eftir samkomulagi, ef séróskir eru með lokafrágang.

Bambus borðin eru eldþolin, mygla ekki og eru með bæði LEED og BREEAM vottun.*

Sveitarfélagið Ölfus

Þorlákshöfn er vinalegur og barnvænn bær í Ölfusi með fjölbreyttri þjónustu og góðu, hlýlegu viðmóti íbúa. Stutt er í aðra þéttbýliskjarna og aðeins tekur um 30 mínútur að keyra til Reykjavíkur.

Skólar

Þjónusta við barnafólk og fjölskyldur er til fyrirmyndar. Skóli leikskóli, tónlistarskóli sundlaug og íþróttahús er allt miðsvæðis. Stuttar vegalengdir einfalda allar samgöngur og börn geta gengið örugg í skóla og frístundastarf. Öll börn frá 0-18 ára njóta frístundastyrks frá sveitafélaginu.

Þjónusta

Stutt er í alla helstu þjónustu eins og skóla, matvöruverslanir, hárgreiðslustofur, apótek, heilsugæslu , tannlækna, veitingastaði, sundlaug, íþróttahús o.fl. Smelltu hér til að sjá kort af bænum.

Tómstundir og afþreying

Íþróttahús, fimleikahús, sundlaugin, ræktin, heilsustígurinn, reiðstígar, fjallahjólagarður, akstursíþróttabraut, jógastöð, strandblaksvöllur, kórar, leikfélag, hannyrðaklúbbar, göngufélag, örstutt í Bláfjöll og svona mætti lengi telja. Hér ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Skráning á forsölulista

Það er best að fylgjast með okkur á Facebook með því að líka við síðuna okkar www.olfusborg.is en það er líka velkomið að skrá sig á lista hjá okkur og þá sendum við þér línu og/eða hringjum í þig ef þú gefur upp símanúmer, þegar að næstu hús fara á sölu.

Þú getur að sjálfsögðu hvenær sem er óskað eftir því að vera tekin/n af listanum með því að senda okkur póst á olfusborg@olfusborg.is

Fasteignasalan Garður | www.fastgardur.is

Halldór Freyr Sveinbjörnsson

Fasteignasala Suðurlands | eignin.is

Guðbjörg Heimisdóttir

Play Video